Ég er með Frelsi hjá Símanum. Skráði mig einu sinni í Núllið og það var svaka fínt. En það er það ekki lengur þar sem núna er bara 1 vinur virkur. (Áður voru það fleiri).
Svo ég var að pæla í að fara í Ring. En málið er…ég fatta ekkert hvernig þetta virkar. Mig langar ekki að hringja því auðvitað segja þau: “Já, þetta er frábært komdu í Ring! Þetta virkar svona bla bla bla” Og ég mun ekki skilja nett :P
Þannig…þið sem eruð hjá Ring, hvernig virkar þetta? Og líkar ykkur vel að vera í Ring?
Það sem ég vil er að ég geti fengið að hringja frítt í nokkur GSM númer. -Óháð kerfi. Þá er ég sátt. Ætti þá ég kannski frekar að fara í “fimm vini” innan kerfi símans?
Endilega fræðið mig! Er eitthvað smá búin að skoða þetta hjá símanum en ég fatta allveg hvernig þetta virkar :)
An eye for an eye makes the whole world blind