Veit einhver hérna hvort það er einhverstaðar á Íslandi hægt að fara í svona sálfræðimeðferð til að losna við fóbíur.
Málið er að ég er með rosalega köngulóafóbíu sem ég ræð ekkert við. Núna er farið að koma sumar og köngulærnar komnar á kreik og ég er búin að rekast á þrjár á þremur dögum og viðbrögðin mín láta ekki á sér standa. Við erum að tala um að svitin sprettur fram, ég fæ oföndun, hjartað fer á hundrað og yfirleitt missi ég kúlið algjörlega og hleyp öskrandi í burtu.
Ég er eiginlega komið með nóg af þessu, sérstaklega þegar fólk fer að gera grín af þessu eða gera lítið úr þessu, mér finnst ekki töff að vera hrædd við köngulær og skammast mín frekar mikið fyrir þetta. Mig langar líka geðveikt að ferðast, sérstaklega um afkríku og ég sé ekki fyrir mér að þa muni ganga vel ef ég er skíthrædd við köngulærnar hérna á íslandi.
Semsagt, hvar er hægt að fá hjálp við að losna við þetta, hversu dýrt er það og er einhver hérna sem hefur reynt að fá hjálp og það hefur virkað?
Voulez-vous coucher avec moi, ce soir?