Ákærði játaði að hafa haft 18 hreyfimyndir með barnaklámi í tölvu sinni. Hann kvaðst ekki hafa náð í þetta efni sjálfur heldur hafi þessar myndir komið með öðru efni, en hann hafi átt eftir að eyða því þegar lögreglan lagði hald á tölvuna. Hann kvað tölvuna hafa verið nýja þegar hann keypti hana og hann hafi einn haft aðgang að henni. Forritið hafi verið lélegt og hafi komið alls konar efni með efni sem hann hafi verið að sækja sér.
Sérfræðingur lögreglunnar sem rannsakaði tölvu ákærða bar að framangreindir myndir hafi fundist í tölvunni og hafi þær verið flokkaðar sem barnaklám. Myndirnar hafi meðal annars fundist í möppum sem eru geymdar á „desktop“ eða skjáborði tölvunnar og í „documents“. Til að skjöl komist á „desktop“ þurfi að vista þau sérstaklega þar en það fari eftir forritinu hvort skjöl vistist sjálfkrafa undir „my documents“. Í tölvu ákærða hagi þannig til að það hafi þurft að vista myndirnar undir „my documents“ á sama hátt og undir „desktop“. Sérfræðingurinn kvað ekki útilokað að myndir gætu slæðst með öðrum myndum sem hlaðið væri niður í tölvu, en þær flyttust ekki til sjálfkrafa. Í þessu tilviki hafi myndirnar verið fluttar til á „desktop“ en ekki færst þangað sjálfkrafa.
Ef ég breyti download location í uTorrent yfir í Desktop og downloada svo einhverjum bíómyndum og þáttum og svo ef til vill nokkrum klámmyndum - þá eru þær komnar á desktoppið.
Svo breyti ég download location nokkrum dögum seinna yfir í nýju Download möppuna mína í My Documents\Downloads, og á eftir að flokka allt þangað, svo kemur lögreglan og tekur eftir því áður en ég skoða klámið mitt að það sé barnaklám þarna…
Það sem ég meina, það getur vel verið að hann hafi breytt download location yfir á Desktop fyrir eitthvað og downloadað nokkrum hlutum þannig og svo breytt aftur. Reasonable doubt er til staðar í mínum huga við bestu aðstæður, hinsvegar getur margt komið inn í myndina eins og ef að ekkert annað downloaded efni er á desktop, eða þá ef að download location hafi aldrei verið breytt…
Hinsvegar er ég ekki að styðja hann heldur sé ég bara gloppu þarna.