1)Búði til. Ég búði til matinn, í staðinn fyrir bjó til. Heyri þetta sem betur fer ekki oft, aðallega litlir krakkar sem segja þetta held ég. Vildi bara nefna þetta.
2)Þegar fólk ruglar saman sögnunum hlæja og hlægja. Hlæja þýðir að gefa frá sér hahaha hljóð. Hlægja þýðir að láta einhvern fara að hlæja. Þú getur hlægt einhvern með því að segja brandara eða kitla hann. Hann hlægði mig svo ég fór að hlæja.
3)Fólk virðist heldur ekki sjá mun á sögnunum hunsa og hundsa. Maður hundsar fólk en hunsar orð/fyrirskipanir. Skrítin regla en svona er þetta. Ég hundsaði manninn minn algjörlega í gær, til dæmis með því að hunsa allt sem hann sagði. Ég held reyndar að þessi regla sé að deyja, enda frekar furðuleg.
4)Ég veit ekki hvort þetta er algeng villa, en ég sagði alltaf óhugnalegur í staðinn fyrir óhugnanlegur þangað til ég var leiðrétt um daginn. Kannast aðrir við þetta?
5)Mamma hefur tuggið það ofan í mig frá unga aldri að það sé rangt að segja „klukkan er tíu mínútur í tvö,“ það eigi frekar að segja „klukkuna vantar tíu mínútur í tvö“ eða „klukkan er tíu mínútur fyrir tvö.“ Hef engar heimildir fundið um þetta, veit einhver hvað er rétt?
6)Einhver minntist á það hér fyrir ofan að sumt fólk segði nífur/né/núi og sleppti h-unum. Ég kannast við þetta, ein vinkona mín gerir þetta alltaf. Önnur vinkona mín er frekar í því að bæta h-um framan við orð, hún segir t.d. alltaf hnúðlur en ekki núðlur. Mér finnst þetta bráðfyndið en hún sér ekkert rangt við þetta og mamma hennar segir þetta líka. Er þetta algengt, eru fleiri sem segja hnúðlur?