Lestu það sem ég skrifaði. Ég sagði að lyf og bensín væru mun dýrari en þau þyrftu að vera. Það getur vel verið að Noregur sé með ENNÞÁ hærri skatta á bensíni en við og það getur vel verið að Svíþjóð sé með ENNÞÁ minni samkeppni á lyfjamarkaði og meira af reglugerðum.
Svo ég spyr aftur, hvern andskotann kemur það málinu við? Það breytir ekki þeirri staðreynd að á Íslandi séu háir skattar á bensíni og þungt regluverk á lyfjamarkaðnum.
Rökin þín eru jafn fáránleg og að segja að það sé ekkert athugavert við prentfrelsi í Íran bara vegna þess að það er verra í Kína.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig