Nei, með því að versla í Bónus er ég að versla við Bónus, ég er ekki að styðja neina útrásarvíkinga. Ég er ekki að gefa þeim peningana mína og ég er ekki að versla þar af einhverri góðgerðastarfsemi. Ég versla þar því Bónus er sá aðili sem getur fært mér sem mest af matvælum fyrir sem minnstan kostnað og þannig græði ég, Bónus og hagkerfið í heild.
Og ef þú vilt ekki versla við útrásarvíkinga þá mæli ég með því að þú flytjir af landinu, því Bónus er ekki einhver aðal tekjulind “útrásarvíkinga”. Bónus hefur nánast því verið rekið á núllinu í nokkur ár. Ef það myndast hagnaður í Bónus þá er vöruverðið lækkað. Það er ekki eins og Jón Ásgeir sé að græða eitthvað stórkostlega á Bónus.
Og hvað með það þótt hann myndi græða á Bónus? Ég sé ekkert að því að verðlauna hann fyrir rekstur á sviði þar sem hann er í raun frábær. Ég myndi aldrei lána honum peningana mína, en ef hann vill selja mér núðlupakka fyrir slikk… hey, þá gæti mér ekki verið meira sama.
Nánast því allar verslanir og fyrirtæki á landinu tengjast “útrásinni” á einn eða annan hátt. Þetta Bónushatur er fáránlegt og vanhugsað. Þetta er ekki vitsmunaleg stefna sem beinist að því að láta menn gjalda fyrir gjörðir sínar heldur er þetta reitt fólk sem “þjáist af fáfræði” og á í frekar grunnum pólitískum umræðum þar sem orð eins og “útrásarvíkingur” er notað (útrásarvíkingur er jafn merkingarlaust orð fyrir mér og surtur eða negri) og þarf að fá útrás fyrir reiði sinni, það tengir Jón Ásgeir við einhverja “útrás” og það tengir Bónus við Jón Ásgeir, leggur saman tvo og tvo og fær út sjö og ætlar sko aldeilis að sýna þessu skíthælum hvar Davíð keypti bjórinn sinn og ákveður þess vegna að hætta að versla við Bónus.
Ef allir myndu hætta versla í Bónus og byrja að versla í krónuni þá myndi Bónus fara á hausinn og Krónan lækka verðin
Nei, Krónan myndi hækka verðið þegar það er enginn samkeppnisaðili. Þetta er einfald dæmi um framboð og eftirspurn. Ef það koma fleiri í búðina þína þá hækkaru verð, ef það vantar viðskiptavini þá lækkaru verð. Hvar í ósköpunum fékkstu hagfræðigráðuna þína?
Nei, þú stofnar ekki facebook grúppu… þú bara vælir á huga. Það er greinilegra göfugra að þínu mati.