Ok málið er að ég horfði enn og aftur á Office Space í gær og við blasir sífellt spurningin “what would you do if you had a million dollars” svo mér langar að spyrja ykkur hvað þið mynduð gera ef þið ættuð… segjum 50 milljarða.
Sjálfur myndi ég kaupa mér shitload af bíómyndum, tölvuleikjum, lífstíðarbirgðir af kóki og lifa lífinu sem algjör nörd
You will bow down before me, Jor-El. I swear it! No matter that it takes an eternity, you will bow down before me!
Vona að ég myndi ekki láta það stíga mér til höfuðs og reyna að eyða bara svona hálfri milljón í afþreyingu fyrstu mánuðina. Og eyða miklu í góðgerðastarfsemi.
Og hórur og kókaín.
Hef í sjálfu sér voðalega lítið að gera með allan þennan pening. Hann myndi pottþétt fokka mér upp á frekar stuttum tíma.
50 milljarðar er ekki mikill peningur miðað við hagkerfi heimsins.
En nei, verðgildið á hlutabréfunum og eðalmálmunum og jörðunum myndi hækka. Verðmæti peninganna myndi hins vegar minnka.
Það myndi hins vegar ekki skipta mig neinu máli þar sem ég er sá fyrsti til þess að eyða þeim svo það hefur engin áhrif á mig. Það eru þeir sem eru síðastir til að nota peningana sem finna fyrir verðbólgunni og verðmætarýrnunn seðlanna. Þeir sem nota þá fyrst eru í raun að græða á kostnað hinna… Sem er ein af ástæðunum fyrir því að ég er á móti Seðlabönkum til dæmis
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig
Taka langan tíma og pæla í því hvað ég þarf mikið af þeim pening til að lifa góðu lífi það sem eftir er, eyða restinni í skýli fyrir heimilislausa, gefa þeim húsaskjól, mat, föt og hjálpa þeim að finna vinnu etc.-> ekki endilega á íslandi.
Ef ég ætti 50 milljarða þá myndi ég örugglega kaupa mér það sem mér dytti í hug að kaupa, ekki eins og ég þyrfti að passa mig ógeðslega mikið með pening sem entist mér út lífið.
Ég myndi byggja stórt hús með tugi herbergja, í miðjum bænum. Flott tin þak með alvöru parket gólf fyrir neðan. Það væri einn langur stigi sem færi bara upp, og einn lengri færi niður, og en einn sem færi ekkert, bara fyrir kúlið.
Myndi gefa eitthvað til hjálparstarfsemi ennn svo myndi ég kaupa gamlan mustang og dodge challenger og nings >:) og fullt af gíturum og geisladiskum og FÖTUM c: og gefa familíjunni smá pening svo fara á eitthvað geggjað road trip um evrópu
Ég held þú gætir léttilega gert allt af þessu nema fyrsta atriðið. Ef þú meinar eitthvað annað en að húkka þér far á sporbaug um jörð eða múta þér inn í einhverja ferð stóru geimferðastofnanana þegar þú segist vilja komast “á einhvern stað sem engin manneskja hefur komið á áður” þá ertu með takmarkaða möguleika. NASA gæti sent geimfar til að lenda á loftsteini innan tíðar og er líka á leið til Mars, og kannski eru ESA eða kínverska geimferðastofnunin á leið til tunglsins, en ef það er ekki sem þú átt við held ég að þú þurfir meira en 50 milljarða króna. Ef þetta eru 50 milljarðar dollara þá blasa málin öðruvísi við, enda er það jafn mikið og NASA fær á átta árum.
Svona langferðir út í geim eru líka mjög krefjandi líkamlega og andlega og geta gert mann þunglyndan og hrörnaðan. Vænlegasti kosturinn sýnist mér vera að fara í djúpsjávarköfun, því stærstur hluti sjávarbotnsins er ókannaður af mönnum.
ef ég á skít nó af pening borga ég eitthverjum slatta af pening til rífa þetta svart síðan kem ég bra what húsið mitt farið og hugs bra well bý bara til nýtt hús fyrst ég á enþá lóðina
já og þá myndi lögreglan fara í málið og sanleikurinn koma í ljós og þú værir að fara í fangelsi í langan langan tíma, og þú værir látinn byggja húsið upp á nýtt nákvæmlega eins en það tæki bara geðveikt langann tíma að finna heimildir um það hvernig húsið hafði verið í upphafi…
Ég myndi kaupa mér hús og bíl, svo myndi ég fara í Kattholt og taka að mér alla kettina sem fólk vill ekki taka að sér afþví þeir eru gamlir, styggir, útlitsgallaðir o.s.frv. og svo auðvitað eyða peningnum í fullt af öðrum veraldlegum hlutum.
Feeerðast til Spánar, London, USA (veit ekki alveg nákvæmlega hvert í USA), versla og versla og versla, kaupa ekkert of stórt hús (bara svona passlegt) helst þá nálægt miðbænum e-s staðar gera heeeeelling í viðbót og síðast en alls ekki síst kaupa mér Ford Mustang Shelby GT500 sem ég er með á desktopinu mínu <3 Svo færi restin bara inn á vaxta mikinn reikning og lifa á vöxtunum. Myndi samt klára að mennta mig svo mér leiðist ekki eftir allt brasið.
The meeting of two personalities is like the contact of two chemical substances: if there is any reaction, both are transformed.
Þú: Af hverju ætti maður að gangast við skuldum með þau viðurlög?
Ég: Af hverju ætti maður að vita viðurlögin?
Þú: Því annars er heimskulegt að gangast við skuldinni.
Ég: Þú ert semsagt að gefa í skyn að enginn geri mistök á sinni lífsleið, eitthvað misgáfulegt sem hafi dire consequences.
Þú: Þú ert að bulla, lestu bara aftur það sem við vorum að tala um.
Ég sé ekki hvar ég get mögulega verið að bulla. Við erum basically að tala um mann sem tekur lán og ef hann borgar það ekki þá er hann drepinn.
Þú segir heimskulegt að taka lán með þeim viðurlögum, en ég segi að ef til vill veit hann ekki af þessum viðurlögum og spáði ekki í að grennslast frekar fyrir um þau af því að hann sárvantar peninga til að borga dópsala sem ætlar að pynta og aflífa síðan fjölskyldu hans með hann keflaðan fyrir framan horfandi á.
Ég er að tala um samræðurnar upp að þeim punkti þar sem þú greipst inn í þær. Ég stend ennþá við það að maður ætti ekki að taka lán ef viðurlögin eru óásættanleg. Maður getur alveg grennslast fyrir um viðurlögin þótt maður sé að borga dópskuld. Ef viðurlögin eru ásættanlegri en að taka ekki lánið þá er það mál lántakandans.
Það er hægt að vera hamingjusamur án þess að vera ríkur. Gæjinn vill augljóslega vera bæði ríkur og hamingjusamur, og því getur maður gefið sér að ríkidæmi myndi auka hamingjuna í lífi hans.
Maður getur ekki gefið sér það því honum gæti skjátlast um gleðina sem ríkidæmi veitir. Ég spurði sérstaklega hvers vegna hann vildi vera ríkur óháð hamingju til að vita af hverju hamingjan væri ekki eina markmiðið.
Ég er ekki viss um að þeir hamingjusömustu séu þeir ríkustu, þótt þeir ríkustu geti vel verið þeir nískustu. Hvað meinarðu annars með að eyða peningunum í sjálfan þig? Þeir fara alltaf til einhvers annars í skiptum fyrir eitthvað sem þú vilt að auki hamingju þína. Sumra hamingja eykst við að gefa til góðgerðarmála, sumra við að kaupa nammi. Hvernig ætlarðu að auka hamingjuna þína með peningum?
Byrja bara á einhverju gáfulegu, borga allar skuldirnar hjá ma&pa, laga allt húsið okkar + ný húsgögn. Ætli ég myndi svo ekki eyða helling í búðir, ferðalög eitthvað skemmtilegt.
You all laugh because I'm diffrent - I laugh because you're all the same.
Djöfulsins waste á 50 milljörðum væri það að einangra sig með einhverjum bíómyndum og drasli. Af hverju að horfa á bíómynd þegar þú getur bókstaflega upplifað hana sjálfur?
Ég myndi fjárfesta í fullt af shitti, og svo myndi ég drulla mér í burt frá Íslandi og fara að djamma og spreða pening á nettustu stöðum á jarðríki (no idea hvar, myndi finna það út þegar ég eignast 50 milljarða).
Ég myndi fyrst og fremst hætta að vinna og sjá til þess að fjölskyldan mín fengi allt það sem hún vildi. Svo keypti ég mér bíl, massive mulningsvél með 3x27" skjáum. Ég myndi kaupa mér þá gítara sem ég vildi og bara slaka á…
Bætt við 1. maí 2010 - 23:16 Better yet, hvaðan koma þessir milljarðir?
ég myndi kaupa mér huge hús hér heima…og flytja inn alveg slatta af flottum bílum. Svo myndi ég kaupa mér skemtistað niðri í bæ :D væri örugglega gaman að eiga eitt stykki. Rúnta um á einu stykki Audi R8 eða einhverjum gúmmelaðis bíl. http://www.audipic.com/audi/2009/08/audi-r8-4.jpg
og djamma? :P væri örugglega gaman hehe ég er ekki viss um að ég myndi gefa til góðgerðarmála. Kanski styrkja mataraðstoðina hér á landi eða eitthvað svipað. En já..ég væri skemtilegur Milli. Alltaf að gera eitthvað snarvangefið.
Klára námið, kaupa magnara, einhverja aukahluti í gítarana mína og bíl. Eftir námið myndi ég mögulega flytja til Ameríku, bretlands eða frakklands og fá mér íbúð þar og fara í framhaldsnám.
Kaupa mér bíl svo ég geti auðveldlega farið út í sjoppu, kaupa mér nýja og betri tölvu(til öryggis) og kaupa slatta af bíómyndum og tölvuleikjum. Eyða kanski einhverju í góðgerðarmál en ég treysti ekki sjálfboðaliðum svo það er erfitt fyrir mig.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..