Ég lenti í samræðum fyrir nokkrum vikum síðan um hvernig maður kynnist fólki. Rosalega margir sem ég þekki kynntust bara á djamminu.

Ég er manneskja sem elskar að hitta nýtt og skemmtilegt fólk. Ég er mjög félagslynd og á auðvelt með að kynnast flestu fólki, en svo eru allir að tala um að þeir kynnist fólki á djamminu - sem er sjálfsagt ekkert óalgengt. Ég fór svo að hugsa, að þó ég hitti mikið af fólki, þá hef ég aldrei kynnst neinum á djamminu. Öllum fannst þetta geðveikt skrítið.

Ég fór svo að skoða mína hegðun, og komst að því að ég er bara örugglega leiðinleg á að líta á djamminu fyrir fólk sem þekkir mig ekki neitt!! Ég djamma nú alveg ágætlega mikið, og drekk ekkert of oft. Ég á alveg 3 vinahópa sem ég get djammað með svo það er ekkert vesen. Málið er að á djamminu líður mér oft eins og fávita ef ókunnugt fólk er að reyna að tala við mig á dansgólfinu eða utan þess, og sérstaklega ef ég eða hin manneskjan er í glasi, og ég vil ekkert tala við nýtt fólk ef sjálfstraustið er allt í einu glatað!!

Ég er ekki að segja að það sé must fyrir mig að kynnast fólki á djamminu - en það væri allvega ekkert mikið verra!!

Kannast einhver við þetta? Að vera svona sjálfur, meina ég? eða er ég bara auli?? haha, endilega ræðið… ;)
-Pláneta.