Ég sagði aldrei að þessi tveir hlutir væru eins, það sem ég var að gagnrýna var að það væri hægt að ‘neita að læra eitthvað’. Það er ekki hægt að neita að læra eitthvað þó það sé vissulega hægt að leggja sig ekki fram við nám.
Enginn útlendingur kemst hjá því að læra eitthvað í íslensku ef hann býr í íslensku samfélagi, það er óhjákvæmilegt. Enginn útlendingur getur ‘neitað’ að læra hvað “góðan daginn” þýðir. Þegar hann er búinn að heyra það nokkrum sinnum þá lærir hann það, sama hvort hann vilji það eða ekki.
Hann getur hins vegar ákveðið að leggja ekki áherslu á íslenskukunnáttu, sem er það sem þú ert að tala um. Þú ert að svekkja þig á því að fólk skuli flytja á þessa eyju án þess að leggja áherslu á íslenskunám.
Eins og þú bendir réttilega á í svarinu þínu þá neita þeir að fara á námskeiðin en ekki að læra íslenskuna sjálfa(ef það væri skítlétt og fullkomnlega ókeypis að læra íslensku myndu þeir líklegast allir læra hana á stundinni)
Og fyrst allir skilja ensku hvort eð er, af hverju á þessi ‘Pólverji’ þá að eyða sínum tíma og peningum í það að læra tungumálið? Er það þá ekki frekar tilgangslaust? Það væri þá bara sóun á hans fjármunum, tíma og sóun fyrir hagkerfið í heild.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig