Tja, ég hef smakkað mjög oft hamborgara BARA með osti frá McDonalds, og gerði hið sama með Metro. Osturinn er allt allt öðruvísi, íslenskur ógirnilegur og óávanabindandi ostur. Ekkert gómsætt við hann, hann bara er svona lubricant en ekki bragðbætandi.
Kjötið sjálft var illa eldað. Gæti hafa verið þessi eini hamborgari sem ég borðaði, en hann var þurr, vondur og miklu minna saltaður en McDonald's hamborgararnir.
Brauðið var ekki vont en ekki JAFN gott, ekki jafn feitt allavega og á McDonald's sem er snilldin ein.
Hinsvegar finna flestir ekki fyrir þessum munum því að þeir fá sér aldrei svona einfaldan hamborgara, heldur alltaf með einhverjum sósum og grænmeti.
McDonald's er eitt stærsta fyrirtæki í heimi og hefur haft ógeðslega langan tíma og ógeðslega mikinn pening til þess að fullkomna innihaldið í vörurnar sínar. Svo þegar við hættum að flytja inn þessi hráefni (kjötið, brauðið, ostinn) og fáum bara EITTHVAÐ íslenskt, sem að er HAGSTÆTT en ekki GOTT (eða fokking fullkomið) - þá eru niðurstöðurnar ekki jafn mouthwatering.
McDonald's var í mínum huga ávanabindandi, Metro hafði ekkert slíkt - þetta voru bara hamborgarar.