Var ekki viss um hvar ég ætti að setja þetta; en ég er með smá fyrirspurn.
Er til eitthvað forrit sem rip-ar efni af DVD diskum til að ég geti átt það sem einn stóran spilanlegan file?
Eitthvað forrit sem virkar þannig að ég skelli disknum í tölvuna, opna forritið, ýti á “start” (eða rip eða eitthvað) og bíð svo eftir að glaðlegt *díng* hljóð heyrist til að láta mig vita að nú eigi ég myndina í tölvunni og geti horft á hana í VLC eða DivX eða einhverjum spilara.
Þá er ég ekki að tala um svona decrypter eða decoder forrit sem maður þarf að bíða endalaust lengi og klikka margoft út um allt til að loada því smátt og smátt.
Ég á nú þegar forrit sem convertar formötum í hvaða format sem ég vil, en mig vantar forrit til að taka bara beint af djöfuls dvd diskunum í einum file svo að talvan springi ekki af áreynslu við að hafa sjö forrit að vinna smátt og smátt í einu við að týna litla búta úr disknum og líma saman.
Takk fyrir.