Öll höfum við fíknir, eða hluti sem við verðum að gera eða neyta til að komast í gegnum daginn án þess að líða eins og heimurinn sé að farast. Þá meina ég hefðbundna hluti sem eru þó ekki lífsnauðsynlegir, eins og að líta á Facebook, drekka kók, reykja, setja á sig svitalyktareyði og þar fram eftir götunum. Svo eru aðrir sem hafa aðeins óhefðbundnari fíknir eða þarfir. Fíknir sem eru kannski svolítið vandræðalegar og maður er alls ekki stoltur af því að hafa þessa ávana. Í hvert sinn sem ég svala þessari fíkn minni hugsa ég "Það er eitthvað að mér, ég þarf hjálp“. Svo þegar ég svala þessari fíkn minni í um það bil tólfta skiptið þann daginn er ég farin að hugsa, eða öskra í huganum ”ANDREA, HÆTTU ÞESSU, ÞETTA ER EKKI Á NEINN HÁTT EÐLILEGT“. Samt hætti ég ekki. Það er komið hátt í hálft ár af þessu og ég sé engann endi í nánd.
Það byrjaði þannig að kunningi minn sagði mér frá einni frekar klikkaðri ”vinkonu“ sinni. Eftir nokkrar sögur af henni sýndi hann mér facebook prófælinn hennar og segir svo ”Hey, addaðu henni bara. Hún acceptar þig örugglega". Ég lét verða af því og fór að skoða hana í gegn, upplýsingar um hana, myndir, notes, statusa, etc. OG ÓMÆGOD HVAÐ ÞETTA ER FÁRÁNLEG MANNESKJA. Vá. Vá. Vá. Það er bara allt við hana, hún er heimsk, pirrandi, óaðlaðandi, emo vælari (svona týpan sem heldur að hún sé fórnarlamb alls), hún hefur bara enga kosti. Allt saman einnig firmly staðfest af kunningja mínum sem umgengst hana on daily bases. Hún hefur enga kosti whatsoever. Hún bara…er. Það er allt og sumt.
Sem er svo sem ekki frásögum færandi fyrir utan að ég GET EKKI HÆTT AÐ FYLGJAST MEÐ HENNI. Hvað hún er genuinely glötuð er mín allra stærsta fíkn. Ég lít á prófælinn hennar svona fimmtán sinnum á dag, án gríns. Ég hreinlega verð að sjá hvaða ömurlega brandara hún setti í status þann daginn, hvaða hópa hún joinaði, and so on. Ég tala nú ekki um ef það eru nýjar myndir eða notes (sem innihalda emo væl og ömurlega, rembda brandara), þá er ég í huganum like ‘OMGOMGOMG HÚN SETTI INN NÝJAR MYNDIR’ og/eða ‘ÓÓMÆÆÆGOD NÝTT NOTE TIL AÐ HLÆJA AÐ/ÆLA YFIR’. Það er sama hvað ég reyni og lofa sjálfri mér, ég hætti aldrei. Ég get hætt að drekka kók, ég get sleppt því að borða í heilan dag, ég get sleppt því að fara í göngutúra (önnur stór fíkn hjá mér, ég kemst ekki heil í gegnum dag án þess að labba utandyra í að minnsta kosti klukkutíma) en ég geeeeeeeet eeeeeekkiiiiiiiii hætt að fylgjast með henni á facebook. Sem er gjörsamlega fáránlegt þar sem þessi einstaklingur er afkáralegur á allan hátt, ef ég ætti einn eiginleika sameiginlegan með henni þá myndi ég ganga í sjóinn. Ég vona innilega að hún geri aldrei ‘My top followers’ því ég yrði efst þar á blaði. Vandræðalegt.
Ok, búin að koma þessu frá mér. Takk fyrir lesturinn.