Bestu þrautir í heimi, ég leysi 4x4, 5x5, 6x6, 7x7 og 8x8 á hverjum degi. Á erfitt með 9x9, hef bara tvisvar náð henni…
http://kenken.com/playnow.html !
Þetta virkar á einn hátt sem Sudoku, í hverri línu eða röð má sama talan ekki koma fyrir. Hver röð verður að innihalda 1, 2, 3 og 4 (eða upp í 5-9 ef þið veljið erfiðari strax)
Þetta er einfaldlega þannig að inni í hverjum litlum kassa þurfa tölurnar tvær að annaðhvort plúsast sem, mínusast sem, margfaldast sem eða deilast sem talan sem er merkt í horninu.
3+ verður þá að vera 1 og 2, því að 1+2 = 3 en engar aðrar tölur.
4+ verður að vera 1+3, það getur ekki verið 2+2 því að sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri röð.
Það skiptir engu máli í hvaða röð maður setur tölurnar samt. Ef að “1-” stendur þá má það vera 3 og svo 4 eða 4 og svo 3. Uppröðun talnanna inni í kassanum skiptir engu máli.