þið sem eruð í menntaskóla hvaða skóla eruð þið í?
þið sem eruð í 10bekk hvaða skóla ætlið þið í?
Er í MH, ætla aftur þangað.
Ég skal reyna að gefa þér nokkuð heiðarlegt svar um MR.
Alltaf þegar ég segist vera í MR fæ ég alltaf sömu spurninguna: Er það ekki ótrúlega erfitt? Þegar ég svara á ég það til að fegra sannleikann mjög mikið til að hljóma ekki eins og stór dramakóngur. Málið er bara að MR er alveg ótrúlega erfiður skóli.
Gamla aðferðin sem maður notaði óspart í grunnskóla (að læra aldrei heima en brillera á prófum) gengur ekki lengur. Strax á skólasetningu fyrsta ársins míns var mér gefið heimanám og fyrstu skyndiprófin voru örfáum dögum seinna. Tvær vikur liðu og þá skall aldan á sem entist til jóla. Ég er ekki að grínast þegar ég segi að það voru að meðaltali 3-4 skyndipróf/ritgerði á viku. Flest voru skyndiprófin mjög erfið, sum ómannúðleg.
Utanbókalesturinn er gífurlega mikill og ef þú lærir ekki jafnt og þétt allt árið um kring þá beinlínis endarðu á að falla. Fyrir næstkomandi stærðfræði próf(lesið) þarf ég t.d. að læra rúmlega 40 sannanir og annað eins af reglum. Allt væri það ósköp auðvelt ef ég þyrfti ekki líka að læra hvert einasta ártal og nafn í sögu og læra öll önnur fög í leiðinni.
Ég man eftir ófáum kvöldum þar sem klukkan var orðin 8 og ég átti ennþá eftir að frumlesa fyrir próf, gera útdrátt úr dönskusögu og gera skilaverkafni.Ég get lofað þér allavega tvö móðursýkisköst á ári.
Hvernig lifir maður þetta af, gæti einhver spurt. Málið er bara að skólinn sjálfur, nemendurnir sjálfir bæta þetta upp og marfalt betur. Samheldnin er ótrúleg og alltaf bíður manns eitthvað skemmtilegt úr félagslífinu. Maður elskar hefirnar, maður elskar að vinna keppnirnar, maður elskar kennarana, maður elskar nemendurna. Og maður elskar þetta svo mikið að á endanum beinlínis springur maður og fær það einkenni sem sumir kalla MR-hroka (en við köllum MR- stolt)
Ef þú ert duglegur, metnaðarfullur en líka hæfilega kærulaus (því án þess endarðu með að fá taugaáfall) áttu svo sannarlega heima í Menntaskólanum. Því jú, hann er vissulega erfiður en hann er líka svo miklu meira en það. Hann er samfélag þar sem ríkir ving
Tekið úr þræði sem ég gerði í fyrra þegar ég var að velja, mörg athyglisverð svör sem hjálpa manni við val á skóla.
http://www.hugi.is/tilveran/threads.php?page=view&contentId=6637377
Bætt við 12. apríl 2010 - 19:25
fokkÉg skal reyna að gefa þér nokkuð heiðarlegt svar um MR.
Alltaf þegar ég segist vera í MR fæ ég alltaf sömu spurninguna: Er það ekki ótrúlega erfitt? Þegar ég svara á ég það til að fegra sannleikann mjög mikið til að hljóma ekki eins og stór dramakóngur. Málið er bara að MR er alveg ótrúlega erfiður skóli.
Gamla aðferðin sem maður notaði óspart í grunnskóla (að læra aldrei heima en brillera á prófum) gengur ekki lengur. Strax á skólasetningu fyrsta ársins míns var mér gefið heimanám og fyrstu skyndiprófin voru örfáum dögum seinna. Tvær vikur liðu og þá skall aldan á sem entist til jóla. Ég er ekki að grínast þegar ég segi að það voru að meðaltali 3-4 skyndipróf/ritgerði á viku. Flest voru skyndiprófin mjög erfið, sum ómannúðleg.
Utanbókalesturinn er gífurlega mikill og ef þú lærir ekki jafnt og þétt allt árið um kring þá beinlínis endarðu á að falla. Fyrir næstkomandi stærðfræði próf(lesið) þarf ég t.d. að læra rúmlega 40 sannanir og annað eins af reglum. Allt væri það ósköp auðvelt ef ég þyrfti ekki líka að læra hvert einasta ártal og nafn í sögu og læra öll önnur fög í leiðinni.
Ég man eftir ófáum kvöldum þar sem klukkan var orðin 8 og ég átti ennþá eftir að frumlesa fyrir próf, gera útdrátt úr dönskusögu og gera skilaverkafni.Ég get lofað þér allavega tvö móðursýkisköst á ári.
Hvernig lifir maður þetta af, gæti einhver spurt. Málið er bara að skólinn sjálfur, nemendurnir sjálfir bæta þetta upp og marfalt betur. Samheldnin er ótrúleg og alltaf bíður manns eitthvað skemmtilegt úr félagslífinu. Maður elskar hefirnar, maður elskar að vinna keppnirnar, maður elskar kennarana, maður elskar nemendurna. Og maður elskar þetta svo mikið að á endanum beinlínis springur maður og fær það einkenni sem sumir kalla MR-hroka (en við köllum MR- stolt)
Ef þú ert duglegur, metnaðarfullur en líka hæfilega kærulaus (því án þess endarðu með að fá taugaáfall) áttu svo sannarlega heima í Menntaskólanum. Því jú, hann er vissulega erfiður en hann er líka svo miklu meira en það. Hann er samfélag þar sem ríkir ving
Tekið úr þræði sem ég gerði í fyrra þegar ég var að velja, mörg athyglisverð svör sem hjálpa manni við val á skóla.
http://www.hugi.is/tilveran/threads.php?page=view&contentId=6637377
Er í FB and lovin it