Skamm, Youtube, skamm. Svona bara gerir maður ekki.

Það er nóg að þið klessist í layoutinum og komið alltaf með eitthvað nýtt, óprófað og glitchy. Nýtt er svosem allt í lagi, en hvað með að prófa það áður en þið setjið það inn? Eða pælið að minnsta kosti smá í hönnuninni? Þið eigið nóg af peningi til að gera góða síðu. Layoutið einmitt núna lítur út eins og nemi í grafískri hönnun sé hálfnaður með verkefnið sitt og þurfti að senda það svona inn vegna tímaleysis.

Það er alveg hægt að horfa fram hjá þessu öllu saman ef þeir hefðu ekki asnast til að taka stjörnurnar í burtu líka. Hvernig á maður að vita hvort myndbandið sé lélegt? Þessir like og dislike takkar eru alls ekki að gera sig, þetta er versta hugmynd sem youtube hefur komið með hingað til.

RIP, stjörnugjöf. Þín verður saknað.


Ósköp er gaman að fá að nöldra stundum.
Kveðja, vodni galdrakalrinn Njartak.