Týndi hlekkurinn - Forgotten Lores
seriously…ég hlustaði ekki á tónlist fyrren í níunda bekk, datt þá óvart á íslenskt rapp og síðan þá hef ég leitast við að skilja um hvað lögin eru, lög með góðum texta eru alltaf betri en lög með lélegum texta - nema maður sé að djamma.
Og vegna þess byrjaði ég að þróa einhverjar skriftir með mér og stefni nú á ritlist í HÍ sem “minor”…aukagrein á íslensku?
Annars er ég miklu meiri lagamaður en plötu- eða hljómsveitamaður. Forest Whitaker með Brother Ali er eflaust eitt besta “hey, þú ert awesome” lag sem til er og ætti að vera skylduhlustun á Dale Carnagie.
Þrátt fyrir að ég hafi aðeins minnst á rapp hlusta ég ekki aðeins á það…það er bara það eina sem hefur gefið mér eitthvað fyrir utan sheer enjoyment.
Bætt við 7. apríl 2010 - 13:22
En ef þú meinar varðandi breytingu á tónlistarsmekk þá datt ég bara óvart útí eitthvað pop/rokk/klassík/sækedelik shit (seriously…meiraðsegja dubstep getur verið sækedelik og kúl). Eina sem ég hef verið “exposed to” en ekki bara óvart fundið og smám saman breytt tónlistarsmekknum í flestallar stefnur, svo lengi sem lögin eru góð, er Metallica. Og jújú, þeir eru ekkert hræðilegir og ég skil alveg afhverju fólk fílar metal, en ég bara…geri það ekki :< Það þarf einhverja virkilega blöndu eða eitthvað til að ég fíli mig í einhverju hörðu. Ætli það harðasta sem ég fíla í botn sé ekki Bróðir Svartúlfs - rapprokk, og þá spila textarnir og öll uppbygging varðandi þá eflaust sköpum.