Hver hélt því fram að þetta sameinaði síma og fartölvu? o.O Viðkomandi hefur ekki vitað mikið um iPad þá, eða hreinlega logið að þér.
Nær lagi væri að segja að þeir sameini e-book reader (eins og Kindle o.s.frv.) og fartölvu.
Ég tek eftir því að báðar samanburðarmyndirnar sem hefur verið linkað hérna sleppa hentuglega þeim fídusum sem iPad hefur framyfir viðkomandi tölvur. Getur HP TC1100 t.d. tengst 3G neti? Nokkuð viss um ekki. Það er líka rangt að iPad sé ekki með USB porti eða jack porti fyrir heyrnartól. Mæli með að fólk lesi bara sjálft hvað þetta apparat getur hérna:
http://en.wikipedia.org/wiki/IPadPersónulega langar mig í iPad vegna þess að hann er fyrsta svona apparatið með litaskjá og mannsæmandi geymslupláss. Fartölva tekur mikið borðpláss og þarf helst að stingast í samband, iPad tekur svipað eða minna pláss en A4 harðspjaldabók.