Það er auðvitað hið besta mál og gangi ykkur öllum sem best en ég þarf að útskýra eitt og annað.
Þið þurfið að geta talað tungumálið til þess að fara í herinn. Hvort sem það er norski, sænski eða danski herinn (að FFL undanskildum, sem kemur mér að næsta punkti).
Einnig hafa margir hugsað að fara í FFL (French Foreign Legion) af því þeir eru á þeim nótum að FFL sé meiri her og þeim langar að gera þetta á hard mode.
Þið getið ekki bara komið úr menntaskóla og farið í FFL. FFL ER hard mode og það er engin elsku mamma þar. Þið þurfið að vera í góðu formi, kunna á líkamann ykkar og sérstaklega lappirnar og kunna að sjá um ykkur í náttúruni.
Þegar maður byrjar í hernum er maður grænari en gröftur og þá þýðir ekkert að ætla beint í her á sérsveitastigi. Þetta eru plön sem þú býrð til yfir langan feril í hernum og minimum að þið útskrifist sem atvinnuhermenn.
Ég skil að það sé draumurinn að gera eitthvað extreme og upplifa allt flott og svona, en eina fólk sem ég hef heyrt um á Íslandi sem hefur klárað FFL eru harðir menn sem hafa unnið alla ævi harða vinnu, t.d. á sjó og fara svo út.
Ég ætla að hafa þetta einnig bara til þess að vísa fólki á sem talar við mig.
Gangi ykkur samt sem allra best ef þið ákveðið að fara í FFL.
Bætt við 1. apríl 2010 - 22:42
Ég veit að það er alveg óskaplega erfitt að ýta ekki á ‘Bæta við áliti’ takkann þegar þið hafið lesið þennan langa leiðinlega texta, en sleppið því vinsamlegast ef þetta höfðar ekki til ykkar. Ekki sjáiði mig svarandi þráðum um eldgosið. Sjáið til ég var ekki á Íslandi og mér er sama um það. Það þýðir ekki að ég fari að skrifa: ‘MÉR ER FOKKDRULLUSAMA UM ÞETTA FOKKING GOD AUMINGINN ÞINN’.
Moderator @ /fjarmal & /romantik.