Ég væri vel til í það, ég meirisegja ræddi þetta við mömmu mína á leiðinni heim til mín um daginn, hún vældi afar mikið hvað þetta væri hræðilegt fyrir gróðurinn og dýrin.
Ég er meira svona, djöfull verður það nett ef Katla gýs, brjálað sprengigos, ég meina það verður lítið nettara en það.
Hinsvegar eftir allt þetta tal um Yellowstone þá las ég mér aðeins til um þann stað vegna þess að ég vissi ekkert um þetta. Og ég verð að segja að nafnið Yellowstone er frekar spúkí fyrir mér núna, ég meina ef það gýs þá á það að vera 10x öflugara eða eitthvað álíka en sprengigosið sem varð undir St. Helen fjallinu.
En einsog einhver tók hérna fram, þá eru mörg þúsund ár í að Yellowstone gjósi, eða það vona ég sammt ekki, það yrði helvíti gaman ef það myndi gjósa, eflaust ekki fyrir fólkið sem býr þarna í kring hinsvegar.