1. Það sem fer mest í taugarnar á mér er þegar fólk hlær þegar ég segi þeim hvað er langt í að pizzan verði tilbúin. Það er ekki mér að kenna að þú ert að panta pizzu kl 19:30 á háannatíma í tilboðsviku. Vildi að ég gæti lamið þetta fólk í gegnum símann. Það er ekki mér að kenna að þú ert hálfviti sem hugsar ekki um aðra en sjálfann sig.
2. Þegar þið ætlið að skipta pizzunni í helminga þá eigið þið að segja það fyrirfram. Annars þarf ég að eyða öllu sem þið sögðuð til að fara aftur í menu-ið og skrá allt inn aftur, nema bara í 1/2 dálkinn.
3. Reyna að prútta. Þetta er fokkin ÓLÖGLEGT.
4. Panta allt sjittið og svo þegar ég segi ykkur að þetta verði tilbúið eftir klukkutíma að hætta við þetta allt saman. Ef þið eruð í tímaþröng, þá eigið þið að panta snemma.
5. Reyna að svinlda á mér.
6. Það er alltaf velkomið þegar fólk er með glens í símann. Endilega gerið það frekar, aldrei að vita nema ég hendi afslætti á þig.