Var að horfa á viðureign ME og MR og var ójöfn eins og við mátti búast. En það sem var slæmt voru tónlistar atriðin og það að hún Eva María gat aldrei sagt bara rétt eða rangt heldur þurfti að lengja allt svo þvílíkt. Ég veit að það er gert til að magna upp spennu, en að eyða 10-15 sek í að segja rétt eða rangt er bara þreytandi. Já, Þessi tónlistaratriði voru einfaldlega bara mannskemmandi óhljóð..
Þeir sem sáu þetta tóku vonandi eftir þessu líka, en það kom mér ekkert á óvart að Eva myndi skemma eitthvað þar sem hún er einstaklega leiðinleg persóna í sjónvarpi.
Þakka fyrir mig.
Bætt við 15. mars 2010 - 23:02
Þegar ég tala um tónlistaratriði þá er ég að beina því mun meira að atriði MR, persónulega fannst mér ME atriðið ágætt en ekkert það besta sem sést hefur.