Mér finnst oftast betra að hafa lítið að gera. Örugglega vegna þess að mér leiðist svo rosalega sjaldan…finn mér alltaf eitthvað að gera :) Það getur samt verið gaman að hafa mikið að gera ef maður hefur virkilega mikin áhuga á því sem maður er að gera. Einu sinni var ég t.d. í fullu námi í framhaldsskóla og tók þátt í skólaleikritinu. Það þýddi að ég þurfti að vakna kl 7:00 og vera í skólanum til 16:00. Síðan var leikæfing oft til 22:00 eða 23:00 og ég ekki komin heim fyrr en um miðnætti. Og þá átti ég kanski eftir að læra heima….og síðan vakna kl 7:00! Þetta var erfiður tími og ég var mjög þreytt en hann var líka virkilega skemmtilegur, því ég var að gera það sem mér fannst gaman.
Núna er líka mjög mikið að gera hjá mér…mér finnst sum vinnan sem ég er í mjög skemmtileg, en önnur hundleiðinleg, svo þetta er ekki eins gaman.
Ég elska líka að vera heima og gera ekki neitt! Það er best….ahhh, páskafrí :)
An eye for an eye makes the whole world blind