Ég er ekkert alltof sammála,
ég er núna í langtíma sambandi og með barn og ég og kærastan mín deilum kostnaði á allt annann hátt.
Ef ég er að fara útí búð og það vantar hitt og þetta, þá borga ég náttúrulega fyrir það.
Ég kem ekki heim með nótu of krefst þess að fá helminginn endurgreiddann vegna þess að hún borðar matinn líka.
Sama með bensín, maður kaupir bara það sem þarf þegar það þarf.
Ef ég kaupi smokka, þá er ég ekki að fara að biðja hana um að millifæra á mig pening fyrir hinum helmingnum.
Þetta er stutt skref frá því að láta fjármál stjórna stórum hluta samskipta milli para, og geta valdið rifrildum seinna meir.
Ef kærastan mín fer í apótekið og kaupir pilluna þá veit ég fyrir víst að hún biður mig ekki um að borga helminginn, því að peningurinn sem ég fæ og og peningurinn sem hún fær, fer mestmegnis í það að kaupa hluti sem við þurfum og dóttir okkar, það skiptir litlu máli hver eyðir peningnum því að þetta er peningur sem við ósjálfrátt eyðum sameiginlega.
Ef henni langar til að eyða peningum í sjálfa sig þá lætur hún mig bara vita og öfugt, Það er í sjálfu sér sanngjarnt.