Já einmitt, gerandi lítið úr þessum kosningum. Svo var Steingrímur eitthvað í Silfri Egils að kenna Ólafi um þessar kosningar og hvað þær hafa tafið viðræður.
…Málið er að þetta er ekki beint Ólafi að kenna. Hann gerði bara þann sómasamlega hlut og um leið hegðaði sér eins og þjóðarleiðtoga ber til, að hlusta á fólkið.
Þessi krafa kom frá fólkinu. Og svo held ég að það sé krafa margra um að fara dómstólaleiðina, heldur en að ná einhverjum “crappý” samningi. Það er nefnilega það sem Hollendingar og Bretar vilja. Þeir þora ekki að fara dómstólaleiðina, þar sem þeir óttast að tapa fyrir okkur.
…Þessvegna vilja þeir sem mest “crappý” samning til þess að þeir geti grætt á okkur og til þess að við munum ekki fara dómstólaleiðina sem þeir óttast.
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann