ég sneri ekki út úr. Þú varst að tala um stærsta blað landsins og síðast þegar ég vissi þá lesa flestir Fréttablaðið, ekki Moggann.
Annars er mér nett sama um einhvera útrásarvíkinga, það er ekki eins og þetta blessaða hrun hafi verið þeim að kenna. Við erum að tala um að fjármálakerfi heimsins hrundi og það er í raun fáránlegt að halda að það sé hægt að kenna einhverjum örfáum bankakörlum um. Þeir voru einfaldlega að gera það sem flest allir aðrir voru að gera, nýta sér aðstöðuna. Munurinn er bara að þeir náðu að hagnast mest á þessari bólu sem myndaðist og þess vegna eru þeir mest í sviðsljósinu.
En nei, mér finnst það ekkert sérstaklega athugavert. Það vita allir hver Davíð Oddsson er, það vita flest allir söguna á bak við hann og það vita flestir að hann er ritstjóri hjá Morgunblaðinu. Þetta er einkarekinn fjölmiðill og mér er skítsama um það hvern þeir ráða til sín og hvern ekki. Ef þetta fer að hafa einhver alvarleg áhrif á fólk þá er greinilegt að rót vandans er að fólk er einfaldlega of heimskt… ekki að ákveðinn maður hafi verið ritstjóri ákveðins blaðs á ákveðnu tímabili
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig