Halastjarnan var næst sólu 18. mars, helmingi nær sólu en jörðin. Fjarlægð hennar frá jörð var þá 0.8 stjarnfræðieiningar (120 milljón km). Halastjarnan er nú í fiskamerki á norðurleið og gengur í stjörnumerkið Andrómedu í mánaðarlok. Hún hækkar því stöðugt á lofti frá Íslandi séð. Á móti því kemur að tungl fer vaxandi og lýsir upp himin þannig að erfiðara verður að sjá daufan halann.
Átt og hæð halastjörnunnar séð frá Reykjavík á næstu vikum verður sem hér segir:
Dagsetning Kl. Hæð Átt
19. mars 21:00 19° 278° (V)
19. mars 22:00 13° 291° (VNV)
19. mars 23:00 7° 304° (NV)
26. mars 21:00 24° 290° (VNV)
26. mars 22:00 18° 302° (VNV)
26. mars 23:00 13° 315° (NV)
2. apríl 22:00 23° 316° (NV)
2. apríl 23:00 19° 328° (NNV)
2. apríl 24:00 16° 339° (NNV)