Ég gaf þeim séns og las þær allar.
Uppbyggingin var basically eins hjá þeim öllum; 300 blaðsíður af engu og svo kannski 100 blaðsíður af einhverju. Þegar það actually var eitthvað í gangi voru bækurnar ekki sem verstar en hinar 300 blaðsíðurnar eru versti filler sem ég hef nokkurntímann lesið.
Ég get hinsvegar skilið að fólk sem fílar fáránlegt fluff geti lesið þessar 300 blaðsíður af áfergju og haft gaman að. Svo vill hinsvegar til að þetta er ekki nema miðlungsgleymanlegt, ófrumlegt og repetitive fluff sem skilur ekkert eftir sig, eða þá illa skrifuð og ótrúanleg sorg. Ég las svona 3/4 af bókinni á þeim tíma sem tók mig svo að lesa 1/4 af henni þarsem eitthvað actually gerðist, án þess að missa af orði. Þetta var bara svo leiðinlegt að ég gat lesið þrjár setningar eða svo á sekúndu án þess að vilja svo mikið sem hægja á mér til að stoppa og njóta lestursins.