Við erum að tala um forræðishyggju hérna.
Nei, það að banna fólki að eiga byssur vegna þess að það er líklegt til að skaða annað fólk er ekki forræðishyggja. Ekki frekar en það að banna líkamsárásir.
Þú ert á því að frelsið sé æðra öllu og að það réttlæti ekkert frelsisskerðingu, jafnvel þegar að það kemur að rétti okkar til þess að eiga morðvopn sem þú viðurkennur að myndi hafa verri afleiðingar fyrir samfélagið en ef hann væri ekki - það tel ég vera leiðinda öfgar.
Lastu svarið mitt? Ég sagði að eins og staðan er í dag, þá er
mögulega verra að hafa meira frelsi með byssur. En ef að það væri meira frelsi overall þá gæti það að banna byssur haft slæm áhrif.
Einnig nefndi ég það í upprunalega svarinu mínu um byssur, að ein af ástæðunum fyrir því að það væri mögulega betra að banna þær,
eins og staðan er í dag er að það eru lítil undirheimaviðskipti með byssur. Það þýðir þó ekki að það verði alltaf þannig.
Ég er hinsvegar ekki að horfa á þetta út frá neinni öfgahyggju, einhverstaðar drögum við línur í sandinn og að mínu mati eru ákveðnir hlutir, efni eða athafnir sem yfirvaldið/samfélagið verður að hamla eða skerða aðgang að. Ég tók bara fyrir byssur því það er kannski hlutur sem flestir eru sammála um að séu betur bannaðar/takmarkaðar í okkar samfélagi, í stað heroíns sem er kannski frekar inn á þessu gráa ‘vímuefnasvæði’.
Ef að við gætum útrýmt byssum, þá væri ég 99,9% sammála. En þó að byssur séu ólöglegar þá þýðir það ekki að þær hverfi úr samfélaginu. Það sem meira er, þeir sem munu eiga byssur verða líklega þeim sem að er sama um lögin.
Heroín er að mínu mati viðbjóðslegt efni með fáa redeeming qualities sem samfélagið hagnast meira á því að banna og þurrka svo út ólöglega neyslu á fremur en að lögleiða það með hag þessa minnihluta ólögrlega neytenda að sjónarmiði. Þú getur annaðhvort reynt að sýna fram á af hverju ég hef rangt fyrir mér í þessu eða þú getur sagt ‘já, leyfum það samt því það er ljótt að banna hluti’ - ekki bæði.
Þú ert algerlega að missa af punktinum.
Málið er ekki að heróín eigi að vera löglegt vegna þess að það geri samfélaginu svo gott. Málið er að það eigi að vera löglegt vegna þess að lögbannið geri samfélaginu svo “illt”.
1. Efni sjálft er hættulegra því það er ekkert neytendaeftirlit. Skítugar og infected nálar.
2. Efnin eru mun dýrari. Það þýðir:
2a. Verra fyrir neytandann.
2b. Meiri innbrot.
3. Meira ofbeldi. Handrukkanir og annað (t.d. ef einhver fer í yfirheyrslu hjá lögreglu, þá þarf að passa að hann segi ekki frá) 33% fíkniefnaneytenda hafa verið beyttir ofbeldi vegna skulda eða annars sem tengist svörtum markaði með eiturlyf. (heimild; ársskýrsla lögreglunnar). Þegar að áfengi var bannað í Bandaríkjunum fjölgaði innbrotum, líkamsárásir urðu tíðari og morðtíðnin fór uppúr öllu valdi.
4. Það kostar samfélagið gríðarháar fjárhæðir að hafa þetta ólöglegt (lögregla, dómsmál, fangelsi).
5. Stærstur hluti harðra fíkniefna kemur frá stórum glæpasamtökum og hryðujuverkasamtökum.
Neysla gæti aukist, en ég held að aukningin á stórneytendum væri hverfandi. Því til stuðnings nefni ég litla sem enga fylgni milli þyngd refsinga við brotum á vímuefnalögum og neyslu, eftir löndum. Einnig að flestir stórneytendur áttu við félagsleg vandamál að stríða fyrir neysluna og neyslan því afleiðing, ekki orsök.
Ég er sennilega að gleyma einhverju, en þetta er svona off the top of my head.