vá ég er svo sammála, og það er ekki rétt að hver einasta kynslóð sé alltaf hin versta… þetta var EKKI svona þegar ég var yngri. maður tók stóran sveig bara til að þurfa ekki að labba nálægt unglingum á meðan núna gera litlir krakkar í því að vera með kjaft við mann og það er sama hvað maður segir það haggar þeim ekki. ef einhver “fullorðinn” (er 20) hefði talað við mig eins og ég hef þurft að tala við suma smákrakka þá hefði ég pissað í buxurnar! en nei, þeir halda bara áfram. það er engin virðing fyrir eldra fólki lengur.
ég man sérstaklega eftir einu atviki sem mér gjörsamlega ofbauð, ég gleymi þessu aldrei. þetta var reyndar árið 2006. kærastinn minn var að keppa í fótbolta á vellinum þarna á móti kringlunni, ég var að horfa á og það var svo ótrúlega kalt að ég fór inn í heimilið til að hlýja mér og fann svona líka fínan stað til að standa beint fyrir innan hurðina þar sem ég sá út á völlinn. það var hópur af 4 svona 10 ára strákum sem voru greinilega að koma af æfingu eða eitthvað. staðurinn sem ég stóð á var við hliðina á hillu með óskilamunum. þeir koma inn og spyrja mig hvað ég sé að gera, ég svara því. þeir spyrja mig númer hvað kærastinn minn sé, og segja að hann sé drullulélegur, (haha, það var nú svosem viðbúið) en það sem mér ofbauð mest var það, að einn strákurinn byrjaði síðan að spyrja mig, “haldist þið oft í hendur?” og ég segi jájá
“hefuru kysst hann á munninn?” og ég eitthvað voða pirruð bara reyna fylgjast með leiknum svara bara
en guð minn almáttugur hvað ég vorkenni yngstu kynslóðinni og þessum dreng fyrir að hafa alist upp með þetta sjónarhorn á tilveruna, næst spurði hann mig: “nauðgar hann þér oft?”
EF ÞÚ SÉRÐ ÞETTA LITLI STRÁKUR ÞÁ ÆTLA ÉG AÐ BJARGA STELPUNUM SEM ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ VERÐA SKOTINN Í EFTIR NOKKUR ÁR OG SEGJA ÞÉR: NAUÐGUN ER EKKI KYNLÍFS“MÁTI”!!!!!
mér ofbauð svo að ég öskraði á hann að drulla sér heim til sín, eftir smá heyri ég allt í einu hvíslað “tilbúnir?” þá rjúka þeir að mér, tæta úr óskilamununum og fara að henda yfir mig, og einn var búinn að finna drullusokk og byrjaði að lemja mig í hausinn. enginn húsvörður eða starfsmaður var sjáanlegur, ég þurfti að hlaupa út bara. þetta var ÓGEÐ!