Hver segir að ég hafi það gott?
Hvað veist þú hvort ég kjósi að ganga eða hjóla allar mínar leiðir. Ég kem þessu máli ekkert við.
Hvað með allt láglaunafólkið sem er á eigin bíl??? Eiga þau að reka sinn eigin bíl OG borga í strætó fyrir annað láglaunafólk?
En nú ertu ekki lengur að færa rök fyrir strætó, nú ertu að færa rök fyrir því að við eigum að hjálpa fátækum. Ef við viljum hjálpa fátækum, þá myndi ég styðja kerfi sem heitir Neikvæður tekjuskattur (flettu upp negative income tax á wikipedia) Þannig að fátækt fólk fengi ákveðna fjárupphæð sem það getur notað eins og þeim þykir mikilvægast.
Ef þeim finnst strætó virkilega mikilvægur, þá borga þau fyrir þjónustu. Ef þau kaupa ekki þjónustu strætó jafnvel þó við veitum þeim peningaaðstoð, þá sýnir það bara hvað strætóþjónusta er lítils virði og sýnir okkur hversu mikið af verðmætum eru að fara til spillis árlega vegna strætisvagnakerfisins
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig