Ég veit ekki hvort þetta er rétta áhugamálið til að spyrja ykkur um þetta.
Málið er að ég lokaði fyrir löngu á einn mann á facebook.com og setti hann á svarta listann af því einfaldlega að ég vill ekkert með hann hafa og hann hafi samband við mig. Samt gat sá maður búið til nýtt nafn /falskt nafn og gat því fundið mig aftur og haft samband við mig með því að senda mér einkapóst.
Er þetta ekki samt ólöglegt af honum að búa til falskt nafn á facebook? Ég sem hélt að það mætti bara skrá sig einu sinni þarna undir sömu Ip-tölu á facebook.com.
Er kannski fleiri að stunda þetta á facebook.com að vera með fleiri en eitt skráð nafn þar?
Bætt við 23. febrúar 2010 - 01:41
Það sem angraði mig mest er að ég var búinn að banna viðkomandi að hafa samband við mig og hann átti ekki að geta fundið mig á facebook, en samt gat hann það undir nýju fölsku nafni sem hann bjó til og fór að angra mig aftur sem ég auðvitað varð að loka á aftur.