Ef við segjum að nef Gosa stækki um leið og komist verður að ósannsögli mun það ekki stækka, nema tímamörk verði sett. Ef tímamörk verða sett flækist málið svolítið. (Ætli Gödel hafi lesið Gosa?)
Það sem ég er að fiska eftir er hvort það sé merkingarmunur á t.d. ‘ljúga’ annars vegar og hins vegar að ‘segja ósatt’ eða að ‘plata’.
Ef ég segist ætla að fara út í búð, en ætla mér alls ekki að gera það, en enda þó á því að fara út í búð fyrir einhverja tilviljun… var ég þá ekki samt sem áður á ljúga þó svo að orðræða mín hafi verið sönn?
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig
Þú átt þá við eitthvað ákveðið tímabil eða tilefni sem þú ætlar ekki að fara út í búð. Þú ert ekki að ljúga ef maður skilur orðið svo að staðhæfingin ein og sér sé ósönn að þér afvitandi. En með henni fljóta aðrar upplýsingar, oft samhengisháðar, sem eru þér afvitandi villandi eða beinlínis rangar. Þær upplýsingar eru engu ómerkari en orðin sem koma úr manni.
Ég held að þú hafir rétt fyrir þér í sambandi við þennan merkingarmun. Ef við hugsum þetta út frá gosa reglunum þá er bölvunin til þess gerð að koma í veg fyrir að gosi ljúgi en ekki hver einustu ósannindi eins og allir segja líklega á hverjum degi.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..