Já ég fór að pæla í því eftir á, hvernig myndi maður skilgreina “menntun” í þessu dæmi. Mér dettur í hug að ef til vill þyrfti menntun að fylgja einhver gráða, þaes maður verður að útskrifast frá einhverju, sbr. td grunnskóla. Eftir grunnskóla útskrifast maður í raun með “grunnskólagráðu”, þótt það sé aldrei talað um það í þeim skilningi (held ég, gæti vel að það sé önnur skilgreining á þessu gráðu dóti).
En myndi maður þá ekki fá þá útkomu að, hversu aumingjaleg sem hún er, eftir skyndihjálpanámskeiðið, þá útskrifast maður með ákveðna gráðu af skyndihjálp, sem er myndi þá vera samasem menntun ?
Ef þrítugur maður tekur fyrsta bekk á 5 dögum og sefur í gegnum alla tímana, er það þá ekki menntun?
Margir myndu þó að sjálfssögðu vilja meina að ef maður ætlaði að mennta sig þá þyrfti maður að læra eitthvað (sem gerir það að verkum að ef maður lærir ekkert á námskeiði, þá er það ekki menntun). En á hverjum degi lærir hver maður eitthvað nýtt, sama hversu ómerkilegt það er. Þótt maður sé bara að spila arena, þá lærir maður eitthvað. En það telja það fáir sem menntun.