Ég held bara að þú skiljir ekki karma, það eru til margar sjónir á karma. Þetta eru trúarbrögð fyrir búddisma, hindúisma, jaínisma og síkisma. Sem allir hafa sína skoðun á hvað karma er, og ég hef mína skoðun á því. Þeir tala um karma eins og það sé einhver galdur, en ég tel að karma sé inní okkur öllum og sé hluti af ákvörðun okkar í daglegu lífi.
Ég skal copy pasta fyrir þig af wikipedia nokkrar útskýringar um hvað karma er svo þú getir hætt að segja að ég sé að tala um einhvern annan hlut.
,,Í hindúisma er karma séð sem óumbreytanlegt lögmál þar sem meðvitaðar jafnt sem ómeðvitaðar gjörðir eru hluti af flóknu kerfi orsaka og afleiðinga, kerfi sem er í raun óskiljanlegt fyrir þá sem eru bundnir í karma. Markmið hindúa, eins og það er sett fram í helgiritinu Bhagavad Gita, er að tileinka sér þannig lífsmáta að hann hætti að skap karma (karma er hvorki gott né slæmt). Með því að takmarka sköpun nýs karma nálgast jiva-atma, það er sál einstaklingsins, lokatakmarkið að uppná moksha eða frelsun.“
Mér finnst náttúrulega þeir vera að gera hlut að ”trú“ og blanda guðdómlegum hlutum í þetta vera of mikið. En ég tel að þetta sé hlutur sem er til og er inní okkur.
”Búddistar leggja áherslu á að karma skapist einungis af meðvituðum gjörðum. Lögmál orsaka og afleiðinga er því í höndum einstaklingsins og með réttum gjörðum og réttum hugsunum getur einstaklingurinn að lokum losnað úr hringrás samsara, endurholdgun í nýja þjáningu lífsins.“
Eins og þú sérð þá eru þeir alltaf að tala um gjörðir, meðvituðum gjörðum. Og lögmál sé í þínum höndum eftir hvað þú ákveður. En eins og aftur þá eru þeir að setja þetta inní hóp trúarinnar. Með því að tala um endurholdgun og það hafi eitthvað við það að gera. Karma er bara í okkur, náskildur samviskunni. Og það fer eftir þér hvernig þú ræktar það sem mun gera þig að einstaklingi sem mun taka ákveðnar ákvarðanir, annaðhvort vondar eða góðar.
Samviskan spilar mikið inní þetta og má segja að hún sé ræktuð með ”karma“.
En eins og þú ert að segja er eins og þú sért ekkert að lesa það sem ég er að segja, ég sagði aldrei að karma væri ”bara" líkindareikningur ég sagði að það væri hægt að líka honum við líkindareikning. Og svo ert þú eitthvað út á þúgu með að skólinn hrynur og allir drepast… Veit ekki einu sinni afhverju ég er að reyna útskýra þetta fyrir þér, því þú ert örugglega með graut fyrir heila.
Bætt við 26. febrúar 2010 - 13:49
**ég sagði að það væri hægt að líkja honum við líkindareikning**