Á morgun, 17 febrúar, er öskudagur. Ég ætla að skrifa smá um minn öskudag, eða þann öskudag sem ég man eftir.
Ég væri rosalega til í að verða aftur 10 ára, bara þennan eina dag :)
Þar sem ég er Akureyringur, var öskudagurinn alltaf einn skemmtilegasti dagur ársins. Öskudagsliðin æfðu lengi, mikill metnaður í heimagerðum búningum og svo var farið út að syngja fyrir kl 8 á öskudagsmorgni. Þá arkaði maður fyrirtæki úr fyrirtæki, söng og fékk nammi (eðs stundum bakkelsi, svala eða eitthvað álíka). Uppúr hádegi kom maður heim rauðnefjaður og kaldur, borðaði afgang af saltkjöti og baunum og skipti namminu milli allra í liðinu. Það varð sko að vanda sig við það!
Seinnipartinn var svo oft öskudagsball í skólanum, þar sem við bárum saman hversu mörg kíló af nammi við fengum :P Svo var valinn flottasti búningurinn (mikið var ég stolt þegar ég vann það) og farið í leiki.
Svo einusinni fór ég suður á öskudaginn, við systkinin tókum þó ekki annað í mál en að fara eftir hádegi, svo við gætum farið út að syngja. Þegar ég kom suður til frændsystkina minna fórum við að ræða um þennan ágæta dag. Mikið blöskraði mér þegar ég heyrði að þau hefðu ekki einusinni fengið frí í skólanum. Smá öskudagsball í skólanum, that's it!
Svo ég spyr, kæru hugarar, hvernig var ykkar öskudagur? Venjulegur dagur eða einn af skemmtilegri dögum ársins?
Hello, is there anybody in there?