Þú þarft að tala við lækni í eigin persónu, hvort sem það er heilsugæslu, heimilis eða geðlæknir, svo þín mál komist í einhvern farveg. Læknum er ekki heimilt að greina foreldrum þínum frá neinu sem fram kemur í einkasamtölum, og þín meðferð er þitt einkamál, þó á því kunni að vera gerð undantekning ef læknirinn telji hættu á því að þú skaðir þig eða aðra. Þú getur auðvitað pantað tíma á heilsugæslu, en annars er bráðamóttaka geðdeildar við Hringbraut betri kostur ef mikið liggur við.