Þetta er rétt, en skólinn er fyrirtæki og vil halda í viðskiptavini sína. Það gengur ekki beint upp að vera með reglur í skólanum sem brjóta gegn nemanda og segja „Ef þér líkar það ekki, þá skaltu hypja þér“ því þá getur skólinn misst viðskiptavini.
Skólar gera það nú bara víst. Auðvitað reyna þeir að halda í nemendur og bjóða ýmis úrræði og námsráðgjöf og reyna að hjálpa þeim. En ef nemandi setur mig á móti reglu/reglum skólans svo er fastur á því þá fær hann bara að fjúka. Náungi sem var með mér í bekk núna í vetur virtist vera á móti þessari lágmarks mætingu og hann var rekinn um jólin.
Þetta dæmi og upprunalega dæmið ganga ekki upp, hvaða hugsanlegu ástæðu hefuru til að láta viðskiptavini þína ganga um í sokkum? Það er ástæða fyrir skólabúningum.
Ef ég ætti mitt eigið fyrirtæki þá gæti ég alveg sett þessa reglu um hvíta sokka. Ég má setja allar þær reglur sem ég vil svo lengi sem þær stríða ekki gegn lögunum, og það þarf ekki að vera nein rökrétt ástæða fyrir þeim (innan vissra marka). Framhaldsskólar eru einkarekin fyrirtæki.
Nemendur þurfa að viðurkenna og samþykkja reglur skólans þegar þeir ganga í hann. Þannig virkar þetta. Fyritæki mega setja reglur.
Mér finnst skólabúningar vera mannréttindabrot á vissan hátt, hinsvegar skil ég tilganginn þó ég geti ekki tekið undir það hjá þeim að tilgangurinn helgar meðalið. Ástæðan fyrir skólabúningum er til að reyna draga úr einelti sem fólk er að lenda í fyrir það að vera öðruvísi.
Ég veit ástæðuna fyrir skólabúning.
Ég skal koma með annað dæmi; á mörgum af dýrustu golfvöllunum í heimi er skemmtileg regla sem skyldar alla sem ætla að spila til að vera í skyrtu með kraga. Það er engin almennileg ástæða fyrir þessari reglu annað en að þetta þykir réttur klæðnaður. Mannréttindabrot?
Meina, hvað getur þér fundist um herþjónustu?
Þar eru allskonar reglur eins og; bannað að halla sér upp að vegg, bannað að labba á grasi,
skylda að vera í hvítum sokkum.Þessar reglur eru aðeins tengdar aga en engin raunveruleg ástæða fyrir þeim, þú færð ekkert minni aga þótt þú hallir þér uppað vegg nokkrum sinnum.
Mannréttindabrot? Nei. Því að þeir sem ganga í herþjónustu viðurkenna og samþykkja allar reglur hersins og ef þeir eru ósammála þá mega þeir hypja sig.
Ég veit að þetta einkennir skólakerfið, ég ætlaði ekki einu sinni að fara út í þessu umræðu við þig til að byrja með. En þó það einkenni skólakerfið að vera svona er það þá rétt?
Ef þú ert að velta því fyrir þér hvort að það sé til betri leið til að mennta lýðinn eða sjá um rekstur skóla á hærra stigi þá hef ég ekkert nema gott um það að segja. Mér dettur allavega ekkert í hug, en það sem ég veit er að það sem við höfum verið að ræða eru engin mannréttindabrot.