Ég veit nú ekki alveg hvað hún var að bulla en það þarf ekki annað en að líta á mannanafnalög til að sjá að hún hafði einfaldlega rangt fyrir sér. :P
III. kafli. Millinöfn.
6. gr. Heimilt er að gefa barni eitt millinafn auk eiginnafns þess eða eiginnafna. Millinafn má hvort heldur er gefa stúlku eða dreng.
Eiginnöfn og millinafn mega aldrei vera fleiri en þrjú samtals.
Gefa má max 3 eiginnöfn, eða þá 2 eiginnöfn og millinafn, en aldrei meira en eitt millinafn. Eiginnafn er nafn sem leyfilegt er að nota eitt og sér, t.d. er María ekki millinafn heldur eiginnafn, sama þó nafnið sé eiginnafn nr. 2. Millinafn er nafn sem ekki má bera fremst og má aðeins bera fyrir framan kenninafn og fyrir aftan eiginnafn/eiginnöfn.