Djöfull er ég sammála þér!
Engin erlend bönd koma hingað þannig séð.
Stóru böndin fara á Evróputúra og koma ekki hingað, reyndar líka þessi minni.
Ace Frehley var nýlega á Evróputúr að kynna Anomaly, spilaði að sjálfsögðu á hinum ýmsu stöðum í Evrópu, en auðvitað ekki hérlendis. KISS ætlar að er að fara á Sonic Boom-túr um Evrópu og koma ekki til Íslands frekar en nokkur önnur hljómsveit í rauninni.
Ekki það ég skal viðurkenna það að það komi svosem stundum erlend bönd til landsins, en hinsvegar er það stundum auglýst alltof lítið, sem dæmi Alice Cooper. Þegar hann kom til Íslands, ég frétti ekki af tónleikunum fyrr en e-m vikum eftir að hann spilaði sem er fáranlegt. Og ég veit um marga aðra sem fýla Alice sem fréttu ekki heldur af tónleikunum.