Okei ég veit að þegar þetta er búið þá verð ég (vonandi) með fallegar, beinar tennur og Colgate-bros..
en þetta er samt pirrandi..
og tilhugsunin um að ég þurfi að vera með þetta í tvö ár í viðbót er ekki skemmtileg..
Ég get ekki farið í bakarí og keypt mér rúnstykki án þess að troða puttunum uppí mig og taka einhverjar teyjur sem eru að toga neðri kjálkann að efri kjálkanum svo að ég geti borðað í friði..
síðan þarf ég að setja þær aftur í þegar ég er búinn að borða..
“Meðferðin” byrjaði í júlí 2009 þegar fékk teina í efrigóm..
Síðan fékk ég “góm” sem að ég átti að vera með uppí mér alltaf.. nema þegar ég borða mat eða bursta tennur..
Síðan þarf ég að sofa með “beisli” á hverju kvöldi og á að reyna að vera með það eitthvað á daginn.. (það er tæki sen togar efri kjálkann afturá bak.. og það er óþægilegt)
Síðan fékk ég teina í neðri góm og það er svo fokking pirrandi að í hvert sinn sem ég er búinn að borða er alltaf svona 5% af því sem ég var að borða fast í teinunum..
Þegar ég mætti í “strekkingu” síðasta fimmtudag þá lét hann mig fá teyjur og sagði að ég ætti að hafa þær í mér alltaf..
nema þegar ég borða eða bursta.. og þessar teyjur, sem fyrr segir, toga neðri kjálkann að efri kjálkanum..
Áætlaður “Meðferðartími” er 2-3 fokking ár..
Vonandi er ég ekki að skemma viðskiptin hjá einhverjum “tannréttingarfræðinum” en ef tannlæknirinn þinn hefur sagt þér að fá þér að þú þurfir spangir þá myndi ég bara gera það ef að tennurnar gætu farið að bíta í efri góminn og valdið tannlosi.. en kannski skiptir það máli fyrir suma ef það er af útlistlegum ástæðum..
eða eins og í mínu tilfelli þá er neðrikjálkinn allt of aftarlega..
núna er komið nóg af nöldri frá mér í bili…