Ég veit ég er LANGT yfir kjörþyngd en miða við beina bygginguna mína hentar 70-80 kg mér mjög vel, en það er margt sem spilar inní þyngdaraukningu, t.d pillan, byrja í sambúð = 15 kg og svo báðar meðgöngurnar 15 kg, er enn með mjög mikinn bjúg sem virðist ætla vera erfitt að losna við, en eins og ég er að segja ég er hreinskilin og er ekkert að segja að þetta sé eitthvað sem á að vera, veit vel að þetta er mjög mikil þyngdaraukning en að sjálfsögðu tekur sinn tíma að laga það, þú losnar ekkert við 30 kg bara 1-2 og 10.
Líkmsmeiðsli spila líka rosalega mikið inní að hreyfing sé ekki 100% og að eiga börn sem er ekki hægt að skilja mikið eftir ein krefst þess að vera í nærveru þeirra, það eru ekki allir sem hafa einhvern við höndina sem geta passað krakkana á meðan maður fer út að púlla, og svo á sumum stöðum t.d eins og í ræktinni hjá mér er barnagæslan ekki opin á þriðjudögum og fimmtudögum, ég fer líka allar mínar leiðir fótgangandi enda ekki með bílpróf. Líkaminn er rétt svo að skríða saman eftir mjög erfiða fæðingu sem aðeins um 3% kvenna upplifa, svo það er aðalástæðan fyrir því að ég sé ekki úti að hlaupa alla daga :) Sumir eiga líka bara mjög erfitt með að ná af sér kílóum og það getur verið ættgengt. En það er enginn að segja að ég lýti út eins og einhver súmóglímu kall.