Eftir að hafa séð Silfur Egils fyrir nokkrum dögum:

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472550/2010/01/31/ (Viðtalið byrjar eftir 01:50, hvet alla til að sjá þetta!)

þar sem Max Keiser talaði við Egil um Icesave og hversu ósiðferðislegir og ólöglegir núverandi samningar voru, hef ég haft óbeit á Alþingi. Ég skil hreinlega ekki af hverju Alþingi eru svona tilbúnir til að samþykkja þessa samninga án þess að þeir séu staðfestir af dómsvaldi.

Þetta verður að vera löglegt til þess að við samþykkjum þetta! Þetta verður að fara fyrir dómara!

En nei, það sem gerðist er þetta:

Bretar og Hollendingar(hér eftir B&H): Þið verðið að samþykkja þessa samninga og borga samkvæmt þeim af því að við segjum það

Íslendingar: Ok.

Við hefðum samt átt að svara svona:

Íslendingar: Nei við samþykkjum ekki neitt fyrr en að dómari hefur ákveðið lagalegt gildi þessa samninga!

^^Þetta á víst að vera ekkert mál er það nokkuð? B&H vilja ekki fara með þetta mál fyrir dómara, af hverju skildi það nú vera? Nú, það er útaf því að við erum líklegri til að vinna málið! Hámenntaðir lögfræðiprófessorar hafa sagt að Ísland hefur betri málstað í þessu máli en B&H og það er alveg augljóst að þeir vita best í þessu máli.

Af hverju í andskotanum var þetta ekki gert? Alþingi samþykkti þetta eins og hálfvitar í staðinn fyrir að koma málinu fyrir dómstól.

Það sem þarf að gera núna er að fella bæði lögin úr gildi og fara með þetta mál fyrir dómstól! ALLT ANNAÐ ER KJAFTÆÐI og ef þið fattið það ekki þá vorkenni ég ykkur.

Ef það er lagaleg skylda okkar að borga(sem það er ekki), þá borgum við. En við vitum ekkert hvort það sé lagaleg skylda okkar að borga eða ekki fyrr en þetta mál er leyst af dómara.

Ég mæli sterklega með því að lesa þessa færslu hér:

http://eeelle.blog.is/blog/eeelle/entry/981861/

Hún skýrir mjög margt.