símtöl og jafnvel “internet-chat”.
Eða á nálgunarbann bara við hversu mikið þú mátt nálgast viðkomandi í “physical” merkingu?
Tóku gildi 1. janúar 2009.
1. gr. Heimilt er að leggja bann við því að maður komi á tiltekinn stað eða svæði, veiti eftirför, heimsæki eða setji sig með öðru móti í samband við annan mann ef ástæða er til að ætla að hann muni fremja afbrot eða raska á annan hátt friði þess manns sem í hlut á.
2. gr. Lögregla gerir kröfu um nálgunarbann. Heimilt er þeim sem telur fullnægt skilyrðum 1. gr. fyrir nálgunarbanni sér til verndar að beina rökstuddri beiðni til lögreglu um að þess verði krafist. Lögreglu ber að taka afstöðu til slíkrar beiðni svo fljótt sem verða má og ekki síðar en innan þriggja sólarhringa frá því að hún berst. Hafni lögregla að krefjast nálgunarbanns skal þeim sem þess hefur beiðst tilkynnt um það og getur hann kært þá ákvörðun eftir sömu reglum og gilda um kæru ákvörðunar lögreglu um að fella niður rannsókn sakamáls.
Eftir að dómara hefur borist krafa um nálgunarbann ákveður hann þinghald til að taka kröfuna fyrir og gefur út kvaðningu á hendur þeim sem krafan beinist að. Í kvaðningu skal greina stað og stund þinghalds ásamt áskorun til viðtakanda um að sækja þing.
Heimilt er að handtaka þann sem krafan beinist að ef hann sækir ekki þing að forfallalausu. Skal tekið fram í kvaðningu til viðtakanda að lögregla megi færa hann fyrir dóm með valdi ef með þarf.
Skylt er dómara að verða við ósk manns um að skipa honum verjanda ef þess er krafist að hann sæti nálgunarbanni.
3. gr. Þegar krafa um nálgunarbann er tekin fyrir kynnir dómari hana þeim sem hún beinist að. Skal honum gefinn kostur á að tjá sig um kröfuna. Heimilt er í því skyni að veita frest sem ekki skal vera lengri en tveir sólarhringar. Að svo búnu leggur dómari úrskurð á kröfuna.
Við mat á því hvort fullnægt sé skilyrðum fyrir nálgunarbanni skal meðal annars litið til framferðis þess sem krafist er að sæti því á fyrri stigum. Jafnframt skal horft til hagsmuna þess sem njóta ætti verndar af nálgunarbanni með tilliti til þeirra takmarkana sem bannið legði á athafnafrelsi þess sem krafist er að sæti því.
Nálgunarbanni skal markaður ákveðinn tími, þó ekki lengur en eitt ár. Nálgunarbann verður ekki framlengt nema til komi nýr dómsúrskurður.
Dómari ákveður sakarkostnað í úrskurði sínum.
Kæra má til æðri dóms úrskurð um kröfu um nálgunarbann. Um þá kæru gilda sömu reglur og um kæru úrskurðar héraðsdómara samkvæmt lögum um meðferð sakamála.
4. gr. Nú er sá sem sætir nálgunarbanni ekki viðstaddur þegar úrskurður er kveðinn upp og skal þá úrskurður birtur honum á sama hátt og dómur í sakamáli.
Þegar ástæður þær sem lágu til grundvallar nálgunarbanni eru ekki lengur fyrir hendi getur lögregla fellt bannið úr gildi. Ákvörðun lögreglu um að fella úr gildi bann verður ekki borin undir dómara, en heimilt er að kæra hana á sama hátt og mælt er fyrir um í 1. mgr. 2. gr.
Lögregla skal tilkynna þeim sem njóta á verndar með nálgunarbanni um að krafa verði lögð fyrir dóm, um lyktir máls og lok nálgunarbanns.
5. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2009.
3. gr. Þegar krafa um nálgunarbann er tekin fyrir kynnir dómari hana þeim sem hún beinist að. Skal honum gefinn kostur á að tjá sig um kröfuna. Heimilt er í því skyni að veita frest sem ekki skal vera lengri en tveir sólarhringar. Að svo búnu leggur dómari úrskurð á kröfuna.
Við mat á því hvort fullnægt sé skilyrðum fyrir nálgunarbanni skal meðal annars litið til framferðis þess sem krafist er að sæti því á fyrri stigum. Jafnframt skal horft til hagsmuna þess sem njóta ætti verndar af nálgunarbanni með tilliti til þeirra takmarkana sem bannið legði á athafnafrelsi þess sem krafist er að sæti því.
Nálgunarbanni skal markaður ákveðinn tími, þó ekki lengur en eitt ár. Nálgunarbann verður ekki framlengt nema til komi nýr dómsúrskurður.
Dómari ákveður sakarkostnað í úrskurði sínum.
Kæra má til æðri dóms úrskurð um kröfu um nálgunarbann. Um þá kæru gilda sömu reglur og um kæru úrskurðar héraðsdómara samkvæmt lögum um meðferð sakamála.