Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf í raun. Ég er kannski ekki vísindamaður sjálfur, né læknir, en hef þó lesið um þetta og séð sjónvarpsefni. Ég fór að hugsa um þetta eftir viðtal í Kastljósinu á miðvikudaginn 20 janúar, þar sem Páll Óskar var að tjá sig um það að áfengissýki og krabbamein væru tveir skæðustu sjúkdómar samtímans. Man ekki hvað hann sagði nákvæmlega en þetta er svona kjarninnn í því sem hann var að tala um. Ég get ekki annað en hafnað þessu algjörlega, og í raun tel ég þessa athugasemd móðgandi við fólk sem liggur illa haldið á krabbameinsdeild spítalans. Að ég tali nú ekki um lítil börn sem af því þjást. Krabbamein er sjúkdómur, en áfengissýki er EKKI sjúkdómur. Þú velur alltaf sjálfur að drekka til að byrja með, enginn velur krabbamein. Það er grundvallarmunur. Fyrir utan það að ekki hefur verið sannað að sé til svokallað “alkóhólistagen” sem myndi kannski breyta stöðunni. Ef á að flokka áfengissýki sem sjúkdóm, þá er verið að teygja skilgreininguna ansi mikið, er þá ekki hægt að flokka fíkn einhverrar konu í að kaupa sjúkdóm. Eða hvað með þann sem horfir of mikið á sjónvarp eða hengur of mikið á netinu. Eða offitu. Offita er heldur ekki sjúkdómur. Ekkert sem er val einstaklings að byrja á að gera getur talist sem sjúkdómur. Ég hef samt samúð með fólki sem eru alkóhólistar og eru illa haldnir af því, en aldrei myndi ég nokkurntímann detta í hug að flokka það fólk með sárþjáðum börnum eða öðru fólki á spítala sem ekki réði neinu yfir því hvernig fyrir því er komið. Og hana nú. Einnig getiði horft á mjög góðan Penn & Teller: Bullshit þátt um þetta mál, minnir að hann hafi verið um 12 þrepa kerfið…
Bætt við 22. janúar 2010 - 21:59
“Research has shown that alcoholism is a choice, not a disease, and stripping alcohol abusers of their choice, by applying the disease concept, is a threat to the health of the individual”..þetta er úr grein af þessum link..
http://www.addictioninfo.org/articles/447/1/Alcoholism-is-not-a-Disease/Page1.html
það er augljóst að það eru ekkert allir á sama máli og því mjög hæpið að bera áfengissýki saman við krabbamein..