Ég held að þú hafir misskilið mig.
Ég var að segja að ef þú ert (afreks)íþróttamaður, varst að keppa og segir: “Meh, þetta er nú bara leikur,” þá varstu að öllum líkindum að tapa og búinn að gefast upp. Nú eða kannski ertu bara metnaðarlaus/þér er sama.
Svo eru líka þeir sem horfa á íþróttir og eru ekkert að missa sig yfir þessu - ég meina, það pirrar mig ekkert þó þeir kalli þetta “bara leik”.
Og já, ég hef ekkert á móti þessum frasa heldur finnst mér fyndið að hann sé oft notaður eftir því hvað hentar fólki hverju sinni.
Einhver sniðugur sagði þetta t.d: “No one ever says ”it's only a game,“ when their team is winning.”