Ókei, sko. Oft heyrir maður fólk - gellur og gaura - tala um (og væla yfir) að strákar geti ekki átt vinkonu nema þeir vonist eftir því að fá að sofa hjá henni og hvað strákar séu slæmir fyrir að gera þetta.

Fólk talar um að þeir séu svona slæmir því þeir tali og reyni við stelpur einungis í þeim tilgangi að fá að sofa hjá þeim. Málið er að mér finnst að fólk ætti líka að reyna að sjá hina hliðina á þessu. Margar gellur sofa hjá strákum í þeirri von um að fá að tala við þá seinna. (Á meðan, aftur á móti, margir strákar tala við gellur í þeirri von um að fá að sofa hjá þeim seinna.)

Ég meina, af hverju er þetta sem margar gellur gera skárra en það sem margir strákar gera?

Helvítis mannvonska!