Ég steingleymdi þessum þráð þangað til að Saehrimnir mynnti mig á hann með þessu snilldar kommenti sínu …
Mín svör:
1. Sammála að vissu leyti, siðferðislega réttast væri að leyfa fólki að gera hvað sem er svo lengi sem það skaðar ekki aðra en fólk er fífl. Við lögleiðingu kannabis þá myndi kannabis neysla stórlega aukast og það er þegar ekki nógu mikið stimplað inní samfélagið líkt og áfengið er að bann við kannabis geri ekki gagn.
2. Þetta eru þau rök sem mér finnst best hjá ykkur, það vantar pening í ríkiskassann og lögleiðing myndi skila mjög miklum pening í kassann. Hinsvegar er spurning hversu langt fólk vill fara til þess. Gáfulegra væri að gera kannabis ekki ólöglegt og ekki löglegt. Hætta að eyða pening í að leita þetta endalaust uppi.
3. Þetta er stærsti parturinn af lögbanninnu, málið er einfaldlega það að það er ekki auðvelt að nálgast kannabis eins og er fyrir flest ungt fólk. Kannabis er dóp, sættið ykkur við það, það er ólöglegt fíkniefni. Svo þegar unglingar ákveða að byrja fikta þá fá þeir ákveðin stimpil á sig svo flestir þeirra reyna að halda þessu leyndu sem gerir það erfitt fyrir þá að nálgast efnið plús það að þeir sem fikta við þetta fá oft dópista stimpil á sig og eru litnir hornauga af öðrum.. og síðan auðvitað það að fyrir fólk útá landi er algjört pain að nálgast gott gras.
Hinsvegar ef kannabis yrði löglegt og fólk yfir tvítugu gæti tekið einn rúnt í ríkið og keypt sér svartan afgan þá myndi bæði dópista stimpilinn fara af þessu og þetta væri aðgengilegra um allt land.
Ef þetta er rétt er augljóst að það væri betra að stýra þessu með því að lögleiða sölu allra vímuefna en setja hærri viðurlög við sölu ákveðinna skaðlegra vímugjafa til ungmenna en annarra (hér gef ég mér þá forsendu að fólk sæki almennt í vímugjafa og við því sé ekkert að gera, ég vona að þú álítir hana ekki fráleita). Þetta myndi einnig hafa þá mikilvægu breytingu í för með sér að vímuefnaneytandinn er ekki lengur glæpamaður, heldur eingöngu sá sem selur vímuefnin ungu fólki. Af því mætti draga þá ályktun, að lögreglan gæti einbeitt sér sérstaklega af vímuefnasölu til ungmenna, sem augljóslega skiptir höfuð máli eins og áður sagði. (Það þarf heldur ekki að hafa ríkt ímyndunarafl til þess að sjá hagnað og sparnað þessarar aðgerðar).
Þarna er ég að mestu leyti sammála þér, ef að til þess kæmi að breyting yrði gerð á lögunum um kannabis (sem ég efast um) að þá yrði það gert ekki ólöglegt en ekki löglegt.