Málið er að ég reyki, hef reyndar ekki gert það lengi, en kærastinn minn er einn mesti reykingarhatari sem uppi hefur verið og er svo langt frá því að vera sáttur með mig.
Hann vill að ég hætti en ég er ekki beint á því máli, þótt mér finnist virkilega leiðnlegt að vera að þessu vitandi hversu mikið hann er á móti því.
Ég hugsa alveg þónokkuð um að hætta þessu, þá bara fyrir hann, en mér finnst það einhvernveginn bara ekki ganga upp að hætta einhverju fyrir einhvern annan en sjálfan þig; ekki sjálfselska, heldur væri þá líka miklu líklegra að maður byrjaði á því aftur.
En æji, eg veit það ekki. Langaði bara að vita hvort einhver væri í sömu aðstöðu.