Við getum auðvitað ekki stofnað íslenskan her í miðri kreppu, ég er ekki að segja það.
Á ári hverju verða um 2300 íslenskir karlmenn 20 ára.
Ekki getum við neytt alla þessa menn til að ganga í herinn summir þeirra eru friðarsinnar, við gætum hinsvegar leyft þeim að velja á milli þess að ganga í herinn í 1 ár eða að gerast meðlimur hjálparsamtaka á borð við rauða krossinn eða björgunarsveitirnar í 1 ár.
Og svo eru þeir sem geta ekki gengið í herinn af heilsufars eða trúarástæðum.
Ef að við gerum ráð fyrir því að 1500 menn af þessum 2300 gangi í herinn í eitt ár þá væru um 30.000 menn á milli 20 og 40 ára aldurs sem gætu varið Ísland ef að til stríðs kæmi.
Mannafl er ekki vandamálið. Ef að til stríðs kæmi hefðum við meira mannafl heldur en Nýsjálendingar eða Írar.
En hvað með peninga?
Gerum ráð fyrir því að Þjóðarframleiðsla Íslands yrði 1300 milljarðar þegar þessi her væri stofnaður.
Ef að við eyðum 1.5% af Þjóðarframleiðlu okkar í þennan her hefðum við 13 milljónir til að eyða í hvern hermann.
Til samanburðar eyða Bandaríkjamenn og Rússar um 4% af þjóðarframleiðslu sinni í herinn sinn og Norðmenn 2%
Peningar eru ekki heldur vandamálið.
Spurningin er ekki hvort að við GETUM stofnað her heldur hvort að við VLJUM ÞAÐ.
Bætt við 16. janúar 2010 - 01:30
Allar heimildir koma frá CIA Factbook á netinu.
The Game