En ekkert lætur mann sjá það sem maður hefur betur en að hafa eitthvað til að bera það saman við.
Eftir að rúv fjallaði um píuna sem klúðraði aðeins á eurovision kíkti ég inn á www.er.is, síðu sem ég vissi ekki að væri til áður.
Og þar inni var slíkt samsafn af birtum gömlum kerlingum, illa uppöldnum unglingum og 30 hreinum sveinum sem búa hjá mömmu sinni að slíkt hefur ekki áður sést, og allt þetta fólk kepptist við að finna eitthvað að öllu sem það sá og rakka niður hvern einasta mann sem fyri augu þeirra bar, til að reyna að upphefja sjálft sig og sleppa sjálfsmorðinu þessa vikuna.
Ég er ánægður með að hér á huga getum við oftast haldið hlutunum siðmenntuðum.
Til hamingju flestir hér fyrir að nýta sér ekki nafnleyndina til ills.
Af því eins og þið vitið: With great power comes great responsibility.
(þessi þráður hefði átt að vera í “jákvæðni” en enginn les það svosem)
Nýju undirskriftar reglurnar sökka